Almennt
ilmvatn.net áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Sending og afhending vöru
Kaupandi gerir sér fulla grein fyrir að það getur tekið 7 – 10 daga að fá vörurnar þar sem vefverslunin er með lítinn lager á Íslandi og fær allar vörur jafnóðum að utan.
Hægt er að velja um eftirfarandi afhendingarleiðir:
Íslandspóstur keyrir vöruna heim þar sem það er í boði. Þú færð SMS þegar varan fer frá okkur til Íslandspóst. Verð eftir gjaldskrá Íslandspósts.
Sækja á pósthús eða póstbox. Þú færð SMS þegar varan fer frá okkur til Íslandspósts. Verð eftir gjaldskrá Íslandspósts.
Dropp – þú velur að sækja hjá samstarfsaðilum Dropp víðsvegar um landið eða velur heimkeyrslu með Dropp.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Skilafrestur er 14 dagar frá afhendingadegi.
Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar, eða bjóða upp á endurgreiðslu.
Vöru sem skilað er skal vera í upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.
Greiðslur
Greiðslur með kreditkorti fara í gegnum örugga greiðslugátt Rapyd (rapyd.is) sem hlotið hefur PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun.
Einnig er hægt að greiða með bankamillifærslu, Netgíró, Pei og AUR/KASS.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.