Algengar spurningar

Vinsamlegast lestu þetta áður en þú sendir okkur póst.

Við sendum allar pantanir með Póstinum og Dropp. Hægt er að velja um að fá sendingu í póstbox, á pósthús, afhendingastaði Dropp um allt land eða heim að dyrum.

Hægt er að greiða með eftirfarandi greiðslumátum: Bankamillifærslu, kreditkortum, pei.is, Netgíro og AUR/KASS.

Við erum með yfir 9000 vörunúmer og höldum engan lager á Íslandi. Við fáum allar vörur sendar til okkar jafnóðum frá birgjanum okkar í USA.  Þetta þýðir að afgreiðslufrestur er frá 7-10 dagar.  Þú færð SMS frá okkur þegar varan er tilbúinn til afhendingar eða er farin frá okkur með okkar flutningsaðilum.

Síðan okkar er með https og með gilt SSL skírteini.  Það þýðir að allar upplýsingar á milli þín og vefverslunarinnar eru dulkóðaðar.  Kortagreiðslur fara síðan í gegnum öruggar greiðslusíðu færsluhirðis okkar og fáum við aldrei kortaupplýsingar inn í okkar kerfi.

Við pöntum frá birgjanum okkar 1-2 sinnum í viku.  Þú færð tölvupóst frá okkur  þegar við höfum sett vöruna í pöntun.  Því næst færðu annan tölvupóst og SMS skeyti þegar pöntunin þín er tilbúinn til afhendingar eða hefur verið afhend samstarfsaðilum okkar sem koma pöntuninni þinni til skila.  Allt eftir hvaða sendingarmáta þú valdir.

TESTER er nýtt og ónotað glas og kemur yfirleitt í öðruvísi umbúðum en hefðbundið glas. Yfirleitt bara í brúnum einföldum kassa. Stundum er engin tappi á TESTER. TESTER er ódýrari heldur venjulegt glas. Ef þú ert að versla fyrir sjálfa/n þig er um að gera að taka TESTER, þar sem glasið er ódýrara.

Sendu okkur póst