Hvað þýðir TESTER ?
TESTER er nýtt og ónotað glas og kemur yfirleitt í öðruvísi umbúðum en hefðbundið glas.  Yfirleitt bara í hvítum eða brúnum einföldum kassa.  Stundum er enginn tappi á TESTER.  TESTER er ódýrari heldur venjulegt glas.  Ef þú ert að versla fyrir sjálfa/n þig er um að gera að taka TESTER, þar sem glasið er ódýrara.​

Hvað tekur langan tíma að fá vöruna ?
Það getur tekið 7-10 daga að fá vöruna með póstinum til sín.  Við erum með yfir 9000 vörunúmer í vefverslun okkar og höldum lítinn lager á Íslandi.  Við fáum vörur sendar nokkrum sinnum í viku til landsins og Íslandspóstur og Dropp sjá um dreifingu fyrir okkur.

Eruð þið með verslun þar sem hægt er að prufa og sækja vöruna ?
Nei, við erum aðeins með vefverslun og allar sendingar fara með Íslandspósti eða Dropp.

Bjóðið þið uppá prufur ?
Nei, því miður getum við ekki boðið uppá prufur.